top of page

Dögg Harðardóttir Fossberg

Markþjálfi

Dögg hefur starfað við að hjálpa fólki allt sitt líf, sem hjúkrunarfræðingur, kennari og markþjálfi. Hún hefur áralanga stjórnunarreynslu og því hefur hún sérhæft sig í stjórnendamarkþjálfun, en hún er fær um að mæta fólki hvar sem það er statt og styðja það í þeim verkefnum sem lífið hefur fært því. Dögg hjálpar fólki að yfirstíga hindranir, koma auga á styrkleika sína, setja sér markmið og ná þeim. Skilningur hennar á því sem mannlegt er hefur gert að verkum að fólk treystir henni.


Menntun Daggar er fjölbreytt. Hún lauk námi í hjúkrunarfræði árið 1992 og uppeldis- og kennslufræði átta árum síðar frá Háskólanum á Akureyri. Þá hefur hún lokið tveggja ára framhaldsnámi í stjórnun við Háskólann á Akureyri, markþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík og hefur hlotið ACC vottun sem markþjálfi frá International Coaching Federation. Loks lauk hún diplómanámi í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur heilbrigðisþjónustunnar frá Háskóla Íslands.


Undanfarin ár hefur Dögg starfað sem markþjálfi við Landspítalann. Hún starfar á mannauðs- og rekstrarsviði spítalans í stuðningsteymi starfsmanna. Auk markþjálfunar sinnir hún ýmiss konar stuðningsviðtölum vegna samskipta, áfalla og annarra áskorana. Hún leiðir viðrun fyrir hópa og hefur haldið fjölda fyrirlestra um samskipti, streitu, stjórnun, markmið og markþjálfun.


Dögg hefur starfað í þremur sveitarfélögum með öllum aldurshópum. Auk starfs hennar við hjúkrun kenndi hún bæði við grunn- og framhaldsskólann á Húsavík. Sem hjúkrunarfræðingur hefur hún starfað á skurð- og lyflækningadeildum, geðdeildum, þar á meðal fíknigeðdeildum, kvennadeild og við hjúkrun aldraðra. Hún var deildarstjóri hjá Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar í fjögur ár, deildarstjóri á Landspítalanum í tíu ár og forstöðumaður á hjúkrunarheimilinu Skjóli í eitt ár. Þá átti hún sæti í nefnd sem vann að bættri mannauðsstefnu Akureyrarbæjar og sæti í stjórnlagaráði sem vann að endurskoðun stjórnarskrár Íslands. Dögg á sæti í velferðarnefnd Mosfellsbæjar og siðanefnd ICF Ísland, sem eru íslensku markþjálfunarsamtökin.

Dögg Harðardóttir Fossberg

Menntun

1992 BSc í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands

2000 BEd í uppeldis- og kennslufræði frá Háskólanum á Akureyri

2011 Viðbótardiplóma í stjórnun frá Háskólanum á Akureyri

2022 Stjórnendamarkþjálfun frá Opna háskólanum í Reykjavík

2024 Viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands

Námskeið

2023 Díalektísk atferlismeðferð

2022 Hugræna atferlismódelið

2021 Að leysa vandamál með spurningum – ekki svörum

2018 Tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna

2017 Starfsmannasamtöl

2010 Að takast á við erfiða einstaklinga

Áherslur

Dögg tekur að sér markþjálfun og stuðning í sinni fjölbreyttustu mynd. Með aðferðum markþjálfunar hjálpar hún fólki með erfið samskipti og styður stjórnendur sem upplifa að þeir hafi vindinn í fangið. Hún hefur einstakt lag á að hjálpa fólki að koma auga á færar leiðir og næsta skref.

bottom of page