Þú kemst lengra en þig grunar
Hlutverk mitt er að hjálpa þér að koma auga á tækifæri og lausnir, finna markmið, leiðir og forgangsraða. Það hlutverk nálgast ég með því að spyrja þig spurninga og fá þér verkfæri sem munu hjálpa þér.
Markþjálfun
Markþjálfun gengur út á að hjálpa þér að finna hvað þú vilt gera. Þannig gengur samtalið út á að hjálpa þér að koma orðum að hver staðan þín er í dag, hvert þú vilt komast og hvernig hægt er að brúa bilið frá þeim stað sem þú ert á í dag og til þess staðar sem þú vilt komast á. Í markþjálfun er þér ekki sagt hvað þú átt að gera því að það er þitt hlutverk að komast að því hvað þú vilt og hvað þú treystir þér til að gera. Staðreyndin er að við vitum best hvað við viljum gera og þess vegna förum við ekki endilega eftir því sem aðrir eru að þröngva okkur til. Þess vegna fellur samtalið undir markþjálfun en ekki ráðgjöf. Ef þú átt í erfiðum samskiptum við einhvern, glímir við sorg, vonbrigði eða höfnun, stendur frammi fyrir hindrunum, breytingum eða annars konar áskorunum þá er ástæða fyrir þig að fara í markþjálfun. Ef þú átt erfitt með að setja þér og öðrum mörk eða glímir við meðvirkni þá getur markþjálfun líka hjálpað þér.
Dögg Harðardóttir Fossberg
Ég hef yfir fimmtán ára reynslu sem stjórnandi innan heilbrigðisþjónustunnar og þekki álag í starfi af eigin raun. Álag sem getur valdið vonbrigðum, þreytu og pirringi. En það er til leið til að finna starfsánægjuna mitt í hringiðunni og það get ég hjálpað þér við. Ég þekki líka af eigin raun löngunina til að ná lengra, fá teymið til að starfa saman sem ein heild og gera vinnustaðinn að stað sem starfsmönnum finnst gott að starfa á undir stjórn sem þeir kunna að meta og virða. Auk þessa kannast ég allt of vel við listina að finna jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
Verðskrá
Stakur tími: 23.000,-
3 viðtöl með viku millibili: 65.000,-
3. mánaða kort, 10 skipti: 210.000,-
6 mánaða kort, 20 skipti: 410.000,-
Fyrir hvern nýjan viðskiptavin sem markþegi útvegar og kemur í markþjálfun að lágmarki þrisvar, fær markþegi einn frían tíma í markþjálfun.
Fyrirkomulag þjónustunnar má sjá nánar HÉR.