top of page
Atferlisráðgjöf

Fjalar er okkar maður þegar kemur að ráðgjöf er tengist hegðun barna og fullorðinna í sinni fjölbreyttu mynd, svo sem skólaforðun, uppeldisráðgjöf, kennslu- og skólaráðgjöf, samskiptaráðgjöf á heimilum (t.d. vegna ADHD og einstaklinga með einhverfu) og ráðgjöf til hjúkrunarheimila vegna einstaklinga með heilabilun. Fjalar hefur einbeitt sér að þjónustu við grunnskóla, barnaverndir og félagsþjónustu sveitarfélaga.


Veitt er ráðgjöf til allra sem að málinu koma s.s. foreldra eða annarra aðstandenda, starfsfólks skóla og hjúkrunarheimis, frístunda- og tómstundaheimila.

Þjónusta

Ráðgjöf

Ráðgjöf

Ráðgjöfin er byggð á atferlisfræði, PMTO og jákvæðri sálfræði. Þjónustan er sérstaklega ætluð hjúkrunarheimilum, félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndum, skólaþjónustum sem og beint til grunnskóla. Nánari útskýring á þjónustunni sem Fjalar veitir má sjá hér fyrir neðan.

Fyrirlestrar

Fyrirlestrar

Fjalar heldur reglulega fyrirlestra fyrir fagfólk félagsþjónustu, starfsfólk skóla og annarra stofnanna auk fyrirlestra til foreldra. Efni fyrirlestrana eru fjölbreytt en eiga það sameiginlegt að fjalla um hegðun skjólstæðinga og hvað hún segir okkur.

Greinar

Greinar og fræðsla

Við bjóðum upp á fjölbreyttar greinar sem nýtast fagfólki jafnt sem notendum. Greinarnar taka á við fjölþbreyttan vanda er varða uppeldi, hegðun barna og unglinga, svefntíma og hvernig best sé að takast á við krefjandi hegðun.

Fjalar hefur unnið með börnum nær allan sinn starfsaldur. Hann var kennari í 20 ár áður en hann gerðist kennsluráðgjafi hjá Reykjavíkurborg en hefur síðustu ár aðstoðað félagsþjónustur ýmissa sveitarfélaga, þó sérstaklega barnavernd.

Frá upphafi kennslu hefur Fjalar unnið með nemendum með krefjandi hegðun og náð eftirtektarverðum árangri sem byggist á jákvæðum aga og virðingu gagnvart nemendum sínum. ​

Fjalar Freyr Einarsson

Fjalar-litur-(4af8)_edited.png
Verðskrá

Þegar starfað er fyrir skóla og sveitarfélög er unnið samkvæmt sambærilegri verðskrá og þekkist meðal annarra sérfræðinga á þessu sviði. Verð eru 25.000 kr. klst. en tilboð gerð í stærri samningum.

Teymið

Þrátt fyrir mikla reynslu í fjölbreyttum málum hefur Fjalar góðan hóp á bak við sig sem hann ráðfærir sig við. Í teyminu er félagsráðgjafi og hjúkrunarfræðingur.

Fjalar-litur-(3af8).jpg
bottom of page