Starfsfólk
Dögg Harðardóttir Fossberg
Markþjálfi
Dögg tekur að sér markþjálfun og stuðning í sinni fjölbreyttustu mynd. Með aðferðum markþjálfunar hjálpar hún fólki með erfið samskipti og styður stjórnendur sem upplifa að þeir hafi vindinn í fangið. Hún hefur einstakt lag á að hjálpa fólki að koma auga á færar leiðir og næsta skref.
Sigur ráðgjöf
Sigur ráðgjöf er fjölskyldufyrirtæki í eigu Einars Aronar Fjalarssonar Fossberg og foreldra hans, Fjalars Freys Einarssonar og Daggar Harðardóttur Fossberg. Einar Aron stóð á krossgötum varðandi framtíð sína, gerði upp hug sinn og vildi gerast ráðgjafi á stofu. Í kjölfarið skráði hann sig í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Stuttu síðar fór Fjalar að taka að sér verkefni tengd hegðunarráðgjöf fyrir barnaverndir víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Örfáum árum síðar bætti Dögg við sig námi og lærði stjórnendamarkþjálfun. Í kjölfarið sagði hún upp stjórnunarstarfi og vildi vinna nánar með fólki. Hún hóf fullt starf við markþjálfun. Það var þá sem upp kom sú hugmynd að sameina alla okkar þjónustu undir sama þaki og Sigur ráðgjöf varð til.