top of page

Einar Aron Fjalarsson Fossberg

Félagsráðgjafi

Einar Aron útskrifaðist með meistarapróf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands vorið 2024. Auk þess lauk hann diplómunámi á meistarastigi í stjórnun í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Akureyri sama ár. Haustið 2023 hlaut Einar Aron ráðgjafaréttindi Samvinnu eftir skilnað fyrir fagfólk sem notað er í vinnu með börnum og fjölskyldum. Hann starfar í dag sem yfirfélagsráðgjafi velferðarsviðs hjá Sveitarfélaginu Hornafirði.


Einar Aron hefur síðustu tæp 20 ár starfað sem töframaður. Á þeim tíma hefur hann haldið vel á annað þúsund skemmtana, bæði töfrasýningar og töfranámskeið. Reglulega heldur hann töfrasýningar fyrir börn og fjölskyldur en kemur á sama tíma mikilvægum skilaboðum á framfæri sem tengist hópnum sem á horfir. Í því samhengi má nefna fræðslu um félagslega einangrun og hvernig hægt sé að sporna við henni, náungakærleika og annað sem skipuleggjendur vilja að sé komið á framfæri. Þá hefur hann einnig notað töfrabrögð í viðtölum.


Einar Aron heldur reglulega námskeið, kennir og flytur fyrirlestra.

Einar Aron Fjalarsson Fossberg

Menntun

2021 BA í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands

2024 MA í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands

2024 Viðbótardiplóma í stjórnun í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Akureyri

Námskeið

2024 The Meaning of the Child interview (MotC) I & II

2023 Samvinna eftir skilnað -  SES Pro fyrir fagfólk

2019 Meðferðardáleiðsla

2013-2021 Fjölbreyttar leiðtogaráðstefnur

Áherslur

Einar Aron tekur að sér einstaklings- og fjölskylduráðgjöf auk töfrabragðanámskeiða fyrir aldraða og fólk með fatlanir.

bottom of page