top of page

Fjalar Freyr Einarsson

Atferlisráðgjafi

Fjalar hefur starfað með börnum og unglingum frá árinu 2000 sem kennari og ráðgjafi, með sérhæfingu í krefjandi hegðun nemenda. Hann notar jákvæðan aga og virðingu í samskiptum og leggur áherslu á að mæta þörfum hvers einstaklings, skapa umhverfi þar sem einstaklingar geta þroskast og dafnað á eigin forsendum.


Menntun Fjalars er fjölbreytt  sem öll nýtist í krefjandi verkefnum. Hann lauk kennaraprófi árið 2005, námi í jákvæðri agastjórnun (PMTO) árið 2011 og 60 eininga diplómanámi í jákvæðri sálfræði árið 2019 og mun ljúka MSc gráðu í hagnýtri atferlisgreiningu frá Háskólanum í Reykjavík síðar á þessu ári, sem mun veita honum réttindi til að starfa sem klínískur atferlisfræðingur.


Síðan 2019 hefur hann starfað sem ráðgjafi í grunnskólum í Reykjavík, þar sem hann veitir ráðgjöf og bendir á einstaklingsmiðaðar lausnir fyrir nemendur, foreldra og kennara. Hann hefur einnig unnið með fjölskyldum og félagsþjónustu sveitarfélaga til að bæta samskipti innan fjölskyldna, oft í tengslum við einstaklinga með einhverfu.


Fjalar hefur verið í fararbroddi á sviði skólaforðunar í Reykjavík, þar sem hann hefur leitt teymi sem vinnur að lausnum fyrir börn og ungmenni sem eiga í erfiðleikum með skólasókn.


Auk þess hefur hann reynslu af að vinna með einstaklingum með heilabilun, þar sem hann greinir hegðun og þróar markviss inngrip til að bæta lífsgæði þeirra og til að auðvelda starfsfólki að mæta þörfum viðkomandi.


Fjalar vinnur heildstætt og einstaklingsmiðað með það markmið að bæta lífsgæði og vellíðan þeirra sem hann starfar með, hvort sem um er að ræða börn, ungmenni eða fullorðna.

Fjalar Freyr Einarsson

Menntun

2005 Kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands

2011 Grunnmenntun í jákvæðri agastjórnun (PMTO)

2019 Viðbótardiplóma í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands

2024 MSc í hagnýtri atferlisgreiningu frá Háskólanum í Reykjavík

Námskeið

2019 Samtalsaðferðir í hugrænni atferlismeðferð

2018 Námskeið fyrir matsmenn í ytra mati grunnskóla.

2010 Sálgæsla – Innsýn í sorg barna og unglinga.

2009 Verndarar barna – Forvarnarþjálfun gegn kynferðislegu

ofbeldi á börnum

2006 Agi og agastjórnun

Áherslur

Fjalar tekur að sér ráðgjöf vegna hegðunar í sinni fjölbreyttustu mynd svo sem vegna erfiðleika í samskiptum og erfiðrar hegðunar barna og fullorðinna.

bottom of page