top of page
Um námskeiðið
Kveikjan að þessum fyrirlestri er bókin Fiskur, sem fjallar um eitraða vinnustaðamenningu og hvaða áhrif hún hefur á líðan og frammistöðu fólks. Að eiga stórleik í vinnunni er leið til að breyta vinnustaðamenningu til betri vegar og innleiða jákvætt andrúmsloft. Menningu verður ekki breytt á einni nóttu en mikilvægt er að vera meðvitaður um að menningu er hægt að breyta. Í fyrirlestrinum kemur skýrt fram hversu öflugt jákvætt hugarfar er á vinnustað.
Fyrirlesturinn er um 45 mínútur, þá taka við umræður í 15-25 mínútur.
Í kringum alla fyrirlestra er hægt að búa til hálfs dags vinnustofu.
bottom of page