top of page

Hegðunarvandi í skólastofunni

Um námskeiðið

Á námskeiðinu, sem er um ein klukkustund, verður fjallað um þann vanda sem kennarar og annað starfsfólk glímir við í skólanum. Rætt verður um helstu greiningar og um úrræði tengd þeim. Farið verður yfir hvernig umhverfi og áföll geta kallað fram erfiða hegðun og hvaða aðferðum sé hægt að beita til að minnka líkur á erfiðri hegðun. Rætt verður um hvernig fyrirbyggjandi aðgerðir geti minnkað líkur á erfiðri hegðun. Starfsfólki verður kennt að taka eftir vísbendingum um erfiða hegðun (rauðu flöggin) og hvernig æskileg sé fyrir starfsfólk að bregðast við erfiðum aðstæðum. Farið verður yfir hvernig æskilegt sé að stöðva erfiða hegðun.

Fyrirlesarinn

Fjalar Freyr er grunnskólakennari, með 60 eininga diplómunámi til meistarastigs í jákvæðri sálfræði og lauk MSc gráðu í hagnýtri atferlisgreiningu frá Háskólanum í Reykjavík 2024 og vottun sem ICE-ABA certified af fagfélagi atferlisfræðinga á Íslandi sem veitir honum réttindi til að starfa sem klínískur atferlisfræðingur.

bottom of page