top of page

Skjánotkun ungmenna

Um námskeiðið

Snjallsímaeign hefur aukist á heimsvísu og á Íslandi eiga nær allir unglingar í 8. til 10. bekk snjallsíma sem þeir nota að stórum hluta á samfélagsmiðlum og sér til skemmtunar. Fræðslan hefur það að markmiði að vekja foreldra til umhugsunar um áhrif snjallsímanotkunar og tengdum vandamálum eins og minni svefni og aukinni vanlíðan hjá unglingum. Einnig verður farið yfir hagnýt ráð til að draga úr snjallsímanotkun.

Fyrirlesarinn

Fjalar Freyr er grunnskólakennari, með 60 eininga diplómunámi til meistarastigs í jákvæðri sálfræði og lauk MSc gráðu í hagnýtri atferlisgreiningu frá Háskólanum í Reykjavík 2024 og vottun sem ICE-ABA certified af fagfélagi atferlisfræðinga á Íslandi sem veitir honum réttindi til að starfa sem klínískur atferlisfræðingur.

bottom of page