top of page

Skólaforðun

Um námskeiðið

Á fyrirlestrinum verður farið yfir hvernig hægt sé að vinna gegn skólaforðun á markvissan og árangursríkan hátt. Farið verður yfir hvaða atriði hafa reynst áhrifarík gegn skólaforðun ungmenna og leiðir til að styðja við nemandann og foreldra hans. Einnig hvernig skólinn getur komið á móts við nemandann og hvers konar ferli við undirbúning og innleiðingu reglna um skólasókn hefur reynst farsælt.

Fyrirlesarinn

Fjalar Freyr er grunnskólakennari, með 60 eininga diplómunámi til meistarastigs í jákvæðri sálfræði og lauk MSc gráðu í hagnýtri atferlisgreiningu frá Háskólanum í Reykjavík 2024 og vottun sem ICE-ABA certified af fagfélagi atferlisfræðinga á Íslandi sem veitir honum réttindi til að starfa sem klínískur atferlisfræðingur.

bottom of page