top of page

Töfranámskeið fyrir fagfólk

Um námskeiðið

Á námskeiðinu eru kennd einföld töfrabrögð sem hægt er að nota í vinnu með fólki. Töfrabrögð eru sjónræn og fylgir þeim oft mikill áhugi og hrifning. Töfrabrögð og partýtrix eru einföld leið til að brjóta ísinn, dreifa athygli skjólstæðinga eða til að ávinna sér traust. Námskeiðinu er ætlað að kynna þátttakendum fyrir möguleikum sjónhverfinga og ættu allir að ná góðum tökum á því sem kennt verður. Öll námsgögn eru innifalin og er námskeiðið um 90 mínútna langt en þó hægt að haga því eftir þörfum þátttakenda.

Fyrirlesarinn

Einar Aron er félagsráðgjafi (MA) og lauk auk þess diplómunámi í stjórnun í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Akureyri. Þá er hann vottaður ráðgjafi Samvinnu eftir skilnað og lærði meðferðardáleiðslu. Í dag starfar hann sem yfirfélagsráðgjafi velferðarsviðs hjá Sveitarfélaginu Hornafirði.

bottom of page