top of page

Töfranámskeið fyrir skjólstæðinga

Um námskeiðið

Töfranámskeiðin eru sérsniðið að þeim hópi sem námskeiðin eru fyrir, allt eftir hæfni og getu þátttakenda. Á námskeiðinu munu allir finna eitthvað við sitt hæfi sem þau geta náð góðum tökum á. Auk þess er mikil áherslu lögð á persónuleg tengsl og aðstoð fyrir þá sem það þurfa.


Hvert námskeið getur verið allt frá 45 til 90 mínútna langt og fer eftir ykkar þörfum. Einnig er hægt að skipta námskeiðunum upp, t.d. tvö 60 mínútna námskeið. Þessir þættir geta meðal annars farið eftir því hvort námskeiðið sé fyrir félagsmiðstöðvar eldri borgara eða fyrir dagþjálfun.
Á námskeiðinu fá þátttakendur alla  nauðsynlega hluti afhenta til eignar og því ekki þörf á að þátttakendur taki neitt með sér.


Fyrri námskeið

Sumarið 2021 gerði Einar Aron samning við velferðarsvið Reykjavíkurborgar vegna tíu námskeiða fyrir félagsmiðstöðvar eldri borgara. Hvert námskeið var um 90 mínútna langt og var almenn ánægja með námskeiðið, bæði meðal þátttakenda og starfsmanna. 


Námskeiðið vakti mikla athygli og var fjallað um það í fréttatíma Stöðvar 2, Vísi, á Rás 2 og á Rúv.is. Einnig vöktu þekkingarmiðstöð um farsæla öldrun og Landssamband eldri borgara athygli á námskeiðunum.


Þá hefur Einar Aron einnig haldið fjölda námskeiða í öðrum sveitarfélögum.

Fyrirlesarinn

Einar Aron er félagsráðgjafi (MA) og lauk auk þess diplómunámi í stjórnun í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Akureyri. Þá er hann vottaður ráðgjafi Samvinnu eftir skilnað og lærði meðferðardáleiðslu. Í dag starfar hann sem yfirfélagsráðgjafi velferðarsviðs hjá Sveitarfélaginu Hornafirði.

bottom of page