Um ráðgjöfina
Hegðunarerfiðleikar eru skilgreindir þegar hegðun barns víkur verulega frá hegðun jafnaldra þess og hefur áhrif á aðra eða hindrar barnið sjálft í þroska, námi eða leik. Til að takast á við slíkan vanda er nauðsynlegt að horfa á vandann í heild sinni, bæði innan heimilis og skóla.
Fjalar veitir ráðgjöf til allra sem koma að málefnum barnsins, þar á meðal foreldra, starfsmanna skóla og frístundaheimila. Í upphafi máls er rætt við foreldra og starfsfólk barnsins, og ef þörf er á, eru notaðir spurningalistar til að safna upplýsingum. Fylgst er með barninu í sínu venjulega umhverfi og einnig er heimsókn gerð á heimili þess, ef mögulegt er, til að fá betri skilning á aðstæðum barnsins.
Áhersla er lögð á að skoða utanaðkomandi þætti eins og matarræði, svefn og skjátíma, sem geta haft áhrif á hegðun barnsins.
Þegar nægilegum upplýsingum hefur verið aflað er haldinn fundur þar sem farið er yfir mögulegar ástæður hegðunarinnar. Þá eru ræddar aðferðir til að breyta umhverfi barnsins og minnka áreiti eða kröfur sem valda vandanum.
Fylgist með nemandanum í kennslustundum og kannað hvernig hann bregst við mismunandi aðstæðum og samskiptum við kennara og aðra nemendur með það að markmiði að fá svör við hvað kveikir á hegðunarvandanum, hvað styrkir hann og hvernig má draga úr honum.
Í samstarfi við kennara kemur Fjalar með tillögur um leiðir til að breyta umhverfinu í kennslustofunni, t.d. með því að minnka truflanir, skipuleggja rútínu á nýjan hátt eða innleiða jákvæða styrkingu fyrir góða hegðun. Hann getur einnig leiðbeint kennurum um notkun á umbunarkerfum og hvernig má veita nemendum skýr viðbrögð við jákvæðri og neikvæðri hegðun. Aðferðir sem byggjast á jákvæðri hegðunarstjórnun miða að því að styrkja rétta hegðun frekar en að refsa fyrir óæskilega hegðun.
Kennurum er veittur reglulegur stuðningur þar sem fylgist er áframhaldandi með hegðun nemandans og áætlunum breytt eftir þörfum, allt til að stuðla að betri náms- og samskiptatækifærum fyrir nemandann.
Ráðgjafinn
Fjalar Freyr er grunnskólakennari, með 60 eininga diplómunámi til meistarastigs í jákvæðri sálfræði og lauk MSc gráðu í hagnýtri atferlisgreiningu frá Háskólanum í Reykjavík 2024 og vottun sem ICE-ABA certified af fagfélagi atferlisfræðinga á Íslandi sem veitir honum réttindi til að starfa sem klínískur atferlisfræðingur.
