top of page

Innleiðing á verkferlum vegna skólaforðunar

Fjalar Freyr Einarsson

Lengd

60 mínútur

Verð

kr. 25.000,-

Um ráðgjöfina

Frá því Fjalar hóf störf hjá Austurmiðstöð hefur hann verið í fararbroddi sérfræðinga Reykjavíkur í skólaforðun og leitt teymi sérfræðinga á því sviði hjá borginni. Í starfi sínu hefur Fjalar veitt sveitarfélögum víð um land aðstoð og leiðsögn við hönnun og innleiðingu á verkferlum vegna skólaforðunar. 


Markmið verkferla er að greina skólasóknarvanda nemenda á allra fyrstu stigum og veita nemendum, heimilum þeirra og skólum þá aðstoð sem þarf til að auðvelda nemendum að mæta í skólann á nýjan leik. 


Mikilvægt er að horfa heildstætt á vandann og átta sig á að skólaforðunin sem slík er ekki raunverulegur vandi nemandans heldur er hann birtingarmynd annars vanda sem þarf að finna út hver er.  


Finna þarf og skilgreina þær bjargir sem til staðar eru í viðkomandi sveitarfélagi og fullnýta þær. 


Fjalar hefur haldið fyrirlestra um skólaforðun víðs vegar um landið.

Ráðgjafinn

Fjalar Freyr er grunnskólakennari, með 60 eininga diplómunámi til meistarastigs í jákvæðri sálfræði og mun ljúka MSc gráðu í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskólann í Reykjavík árið 2024 sem klínískur atferlisfræðingur.

bottom of page