Um ráðgjöfina
Frá því Fjalar hóf störf hjá Austurmiðstöð hefur hann verið í fararbroddi sérfræðinga Reykjavíkur í skólaforðun og leitt teymi sérfræðinga á því sviði hjá borginni.
Mikilvægt er að greina skólasóknarvanda nemenda á allra fyrstu stigum og veita þeim, heimilum þeirra og skólum þá aðstoð sem þarf til að auðvelda nemendum að mæta í skólann á nýjan leik.
Mikilvægt er að horfa heildstætt á vandann og átta sig á að skólaforðunin sem slík er ekki raunverulegur vandi nemandans heldur er hann birtingarmynd annars vanda sem þarf að finna út hver er.
Í ráðgjöf sinni fer Fjalar yfir þau rauðu flögg sem foreldrar og skólar þurfa að vera vakandi yfir til að grípa sem fyrst inn í þegar nemandi sýnir merki um versnandi mætingu. Farið er yfir þau verkfæri og ráð sem hafa reynst vel við að hjálpa nemendum í sínum vanda til að þeirra leið sé ekki að hætta að mæta í skólann.
Ráðgjafinn
Fjalar Freyr er grunnskólakennari, með 60 eininga diplómunámi til meistarastigs í jákvæðri sálfræði og lauk MSc gráðu í hagnýtri atferlisgreiningu frá Háskólanum í Reykjavík 2024 og vottun sem ICE-ABA certified af fagfélagi atferlisfræðinga á Íslandi sem veitir honum réttindi til að starfa sem klínískur atferlisfræðingur.
