top of page

Stuðningur vegna samskiptavanda á heimilum

Fjalar Freyr Einarsson

Lengd

60 mínútur

Verð

kr. 25.000,-

Um ráðgjöfina

Notast er við aðferðir atferlisfræðinnar til að skilja og bæta hegðun með kerfisbundnu mati og íhlutun. Atferlisfræðingar eru m.a. sérþjálfaðir í að skilja og setja sig í spor skjólstæðinga sinna og geta þannig skilið viðbrögð þeirra við áreiti en staðið á sama tíma fyrir utan allan persónulegan ágreining og tilfinningar. 


Vinnsla mála fer eftir því hver vandinn er, en í grunninn er fylgst með samskiptum heimilismanna auk þess sem rætt er við þá sem að málinu koma. Horft er til þess hvort einhver á heimilinu sé með greiningar s.s. ADHD eða einhverfu sem getur haft áhrif á samskiptin. Á þann hátt er hægt að greina hvaða þættir í samskiptum og umhverfi geti stuðlað að samskiptavandanum og koma með hugmyndir að lausnum við þeim vanda. 


Einnig er horft til nálgunar á samskiptavanda út frá jákvæðri sálfræði þar sem unnið er að því að efla styrkleika, vellíðan og jákvæðar tilfinningar. Með því að leggja áherslu á styrkleika hvers einstaklings er hægt að efla sjálfstraust og sjálfsmynd einstaklinganna. Unnið er með jákvæð samskipti og þakklæti þar sem einstaklingarnir eru þjálfaðir í að tjá sig á jákvæðan hátt, sýna þakklæti og styrkja jákvæð samskipti. 


Með því að nýta sér það besta úr atferlisfræði og jákvæðri sálfræði er hægt að finna þau verkfæri og aðferðir sem þarf til að skapa jákvæðara umhverfi, efla jákvæð samskipti og bæta almenna vellíðan fjölskyldunnar, sem getur haft jákvæð áhrif á samskiptavanda á heimilinu.

Ráðgjafinn

Fjalar Freyr er grunnskólakennari, með 60 eininga diplómunámi til meistarastigs í jákvæðri sálfræði og lauk MSc gráðu í hagnýtri atferlisgreiningu frá Háskólanum í Reykjavík 2024 og vottun sem ICE-ABA certified af fagfélagi atferlisfræðinga á Íslandi sem veitir honum réttindi til að starfa sem klínískur atferlisfræðingur.

bottom of page